Ranked Deildirnar

Ranked deildirnar voru gerðar svo lið og leikmenn á öllum hæfileikastigum geta tekið þátt í rafíþróttum. Þetta er tilvalið fyrir lið sem eru að æfa hjá íþróttafélögum og vilja beita því sem þau hafa lært í alvöru keppnisumhverfi. Einnig fyrir félaga sem spila saman og vilja taka næsta skref inní rafíþróttir. 

Deildirnar byrja 18. október og standa yfir fjórar vikur. Keppt verður í 3v3 og spilaðar verða tvær viðureignir í hverri viku. Að minnsta kosti einn leikmaður verður að vera í sama rank og deildarrankið, restin má vera í sama ranki eða lægra.

Samskipti á milli liða fara fram á discord þjóni RLÍS inná sér rás fyrir sérhvert rank. 

Þátttökugjald fyrir hvert lið er 5.000 kr sem þarf að greiða áður en keppnin hefst. Skráningarfrestur er til 14. október kl 23:59.